Hagur Ríkissjóðs vænkar vegna hækkunar lífeyrisgreiðslna

Gera má ráð fyrir að stærstur hluti hækkunarinnar renni rakleiðis í ríkissjóð vegna skerðinga á greiðslum Tryggingastofnunar til lífeyrisþega á móti lífeyrisgreiðslum, þannig að flestir lífeyrisþegar munu ekki njóta þessarar hækkunar. Ríkissjóður mun hins vegar njóta hækkunarinnar. - Fáránlegt !


mbl.is Lífeyrissjóður verzlunarmanna hækkar lífeyrisréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sýnist að þú hafir ekki hugmynd um hvað stór hluti af núverandi styrkþegum fái bætur frá ríkinu til að ná lágmarks lífeyri (sem var 266.000 síðast þegar ég vissi).

Er ekki af hinu góða að þiggja minna af styrkjum frá ríkinu, eða er það orðin keppnisíþrótt að ná sem mestu út?

Teitur Haraldsson, 4.11.2021 kl. 12:40

2 identicon

Greiðslur Tryggingastofnunar eru, og hafa ætíð verið, bætur en ekki lífeyrir. Bætur til þeirra sem ekki hafa nægar tekjur af öðru til að ná vissu lágmarki. Sú nýja þessarar aldar túlkun að allir eigi rétt á fullum greiðslum frá Tryggingastofnun er ekki í neinu samræmi við tilgang og ástæðu þessara bóta. Næst verður sennilega krafan að allir fái greiddar atvinnuleysisbætur og að ríkið hætti að græða á því að skerða þær hjá þeim sem hafa vinnu.

Vagn (IP-tala skráð) 4.11.2021 kl. 15:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kerran snýr öllu á haus. Það er ekki "þessarar aldar túlkun" að skyldusparnaðurinn sé viðbót við grunnlífeyri almennatrygginga heldur var það einmitt hugsað þannig í upphafi.

Hin raunverulega "þessarar aldar túlkun" er sú sem núverandi fyrirkomulag byggir á, með því að líta á skyldusparnaðinn sem skerðingarstofn fyrir grunnréttindin.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2021 kl. 16:06

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Guðmundur Ásgeirsson: Þetta myndi þá gera það að verkum að þegar fólk hættir vinnu, þá hækkar það verulega í launum þegar þú ert með skyldusparnað plús grunnlífeyri. Þá er verið að tala um gegnumflæðissjóð og söfnunarjóð.
Þetta er svo fráleit hugmynd að ég verð að spyrja um heimildir fyrir þessu. Ég finn ekkert um að þetta fyrirkomulag hafi átt að verða til.

Teitur Haraldsson, 4.11.2021 kl. 17:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Teitur. Hækka verulega í launum við að fara á ellilífeyri? Ertu að grínast??? Ég held að mjög margir myndu gjarnan óska þess að svo væri raunin.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2021 kl. 17:38

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Guðmundur. Þú ert að misskilja, eða viljandi ekki að lesa það sem ég skrifaði.
Kerfið sem þú talaðir um yrði til þess að ellilífeyrir myndi hækka með skyldusparnaði plús grunnlífeyri frá ríkinu, þegar bæði lífeyrissjóður og ríkissjóður borga að fullu bætur til gamla fólksins. Þá fær gamla fólkið bæði peninga frá lífeyrissjóðnum sínum og grunn-lífeyri frá ríkinu.
En það kerfi er ekki notað enda ekki hægt, það er bæði gegnumstreymissjóður og söfnunarsjóður. Einhver þarf að borga.

Ég endurtek spurninguna, ertu með einhverjar heimildir fyrir að það hafi verið ákveðið að skyldusöfnun fyrir lífeyri og að lífeyrisbætur sem koma frá ríkinu hafi átt að vera greiddar að fullu án takmarkana?

Teitur Haraldsson, 4.11.2021 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingi Jón Sverrisson

Höfundur

Ingi Jón Sverrisson
Ingi Jón Sverrisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband